top of page

Brúðhjón

Iceland-wedding-photographer_023.jpeg

Í fyrsta lagi, til hamingju!

Við höfum í mörg ár þjónað brúðhjónum og leggjum okkur fram að það sé auðvelt og að allar gjafir séu fallega innpakkaðar.  Ef þú hefur einhverjar spurningar þá ekki hika við að hringja í okkur og við aðstoðum þig og þína gesti.

Inneign

Þau brúðhjón sem setja upp gjafalista fá inneign sem nemur 10% af upphæð seldra vara af gjafalista.   

Hvaða vörur get ég valið á gjafalista?

Allar vörur sem eru til sölu hér á vefnum og allar vörur sem eru í boho - Grandagarði 33.   En í boho finnur þú mikið magn af fallegri gjafavöru.  Komdu og kíktu til okkar - sjón er sögu ríkari.  Ef þú velur að búa til einn lista úr báðum búðum þá vertu í sambandi við okkur og við afgreiðum vörur af þeim lista annaðhvort símleiðis eða í versluninni.  Ef þú velur vörur einungis hér af vefnum þá getur þú annaðhvort nýtt þér gjafalistann sem er talað um hér að neðan eða verið í sambandi við okkur beint.

Búa til gjafalista 

​Til að búa til gjafalista þá notar þú bara þá aðferð sem hentar þér best.  Þú getur hringt í okkur ; þú getur komið til okkar í boho á Grandagarði 33; eða þú getur sent okkur tölvupóst.  Þínir gestir geta síðan bara hringt í okkur (eða sent okkur tölvupóst) og við afgreiðum þá.

  1. Gegnum síma: 568-2222

  2. Með tölvupósti: una@bordfyrirtvo.is

  3. Hér á vefnum: leiðbeiningar hér að neðan.

  4. Í verslun: Boho, Grandgarði 33, 101 Reykjavík.

Afgreiðsla

Flestir velja að sækja gjafir sjálfir beint til okkar á Grandagarð 33.  Allar gjafir eru pakkaðar inn í gjafaumbúðir og við leggjum metnað í að pakka vörum á fallegan máta.  Stundum hentar betur að fá vörur sendar með pósti og að sjálfsögðu bjóðum við uppá þá leið líka.

Búa til gjafalista á netinu

Það er einfalt að búa til gjafalista á bordfyrirtvo.is og í raun eins og þegar þú verslar, nema í staðinn fyrir að nota þitt netfang í uppgjörinu þá notar þú sértilbúið netfang eins og sýnt er hér hér í leiðbeiningunum.

Leiðbeiningar

 

1. Finna vörur

  • Finndu þær vörur sem þú hefur áhuga á og settu í körfu eins og þú værir að kaupa.

2. Opna körfu 

  • Eftir að þú hefur sett síðustu vöruna í körfuna, þá ýttu á Fara í uppgjör hnappinn og þá opnast karfan þín.

  • Undir textanum "Ganga frá pöntun" smelltu í innsláttar reitinn Þitt netfang og fylgdu neðangreindum reglum.

3. Skýra gjafalistann

  • Veldu eitthvað nafn eða notaðu kennitölu.  Notaðu einungis enska stafi. 
    - Dæmi: ElinRognvaldur
     

  • Bættu síðan gjafalisti fyrir aftan nafnið. 
    - Dæmi: ElinRognvaldurGjafalisti
     

  • Og að lokum bættu við @bordfyrirtvo.is, en þá fáum við gjafalistann þinn beint í innboxið okkar.
    - Dæmi: ElinRognvaldurBrudkaup@bordfyrirtvo.is

4. Senda gjafalistann

  • Veldu Senda og settu þínar upplýsingar inn.

  • Smelltu á Áfram og veldu Gjafalisti sem afhendingarmáta.

  • Smelltu á Áfram og veldu Gjafalisti sem greiðslumáta.

  • Smelltu á Staðfesta og þú ert búinn.

5. Láta gesti vita

  • Það eina sem þínir gestir þurfa núna að vita er nafnið á gjafalistanum og svo símanúmerið okkar (568-2221).
    - Dæmi: ElinRognvaldur

  • Gestir hringja svo bara til okkar og við afgreiðum gjafir beint af listanum.  Einfalt og þægilegt.  

bottom of page