top of page

Borð Fyrir Tvo er Authorized Reseller á handgerða Bunzlau matar- og kaffi-stellinu frá Póllandi. Þekkt fyrir mikil gæði, Bunzlau er án efa vinsælasta matarstellið á Íslandi. Eitt af því sem einkennir Bunzlau er hinn mikli fjöldi munstra og eininga sem það býður uppá.

Það er einmitt vegna þessa mikla fjölda að við höfum ekki fundið góða leið til að setja allt Bunzlau upp á netið. Það verður hreinlega yfirþyrmandi þegar notandi þarf að velja fyrst hlut og síðan eitt munstur af meira en 50. Þangað til að tæknimennir okkar finna upp leið sem er raunhæf þá hvetjum við þá sem hafa áhuga á Bunzlau að koma við í verslun okkar Boho á Grandagarði 33 og skoða í eigin persónu. Í Boho er allt Bunzlau stellið og mun auðveldara fyrir þig að velja þar.

Ef þig vantar ákveðinn hlut þá getur þú sent okkur mynd af stellinu þínu svo við sjáum hvaða munstur þú ert með og lýsingu á hvaða hlut þú ert að leita eftir. Við munum þá finna hlutinn, vera í sambandi við þig og senda þér síðan.




bottom of page