top of page

Bitz

Bitz borðbúnaðurinn er hannaður af hinum danska Christian Bitz og kom glænýr í BORÐ FYRIR TVO árið 2016. Christian er næringarfræðingur og mikill áhugamaður um hollustu og matargerð og hönnun hans ber þess glöggt merki. Það er engin lognmolla í kringum Bitz og hann er stöðugt að bæta inn nýungum í línuna sína. Það nýjasta hjá honum þessa dagana er glerjungur í fjórum fallegum litum sem bætt hefur verið á ýmsa hluti. Glerjungurinn gefur skemmtilega möguleika á að poppa þetta annars hráa stell upp á óvæntan máta.

bottom of page